tisa: Endurkoma Den Royale Soveklub
mánudagur, febrúar 06, 2006
Endurkoma Den Royale Soveklub
Eftir að fílamálið hefur verið upplýst þá hef ég haft lítið annað fyrir stafni en að sofa. Ég hef stundað svefninn eins og sönnum fagmanni sæmir og vaknað til þess eins að sofna aftur. Sofnaði meira að segja í bíó, en það var á Domino sem sökkar.Þessi aukna svefnárátta mín fékk mig til að íhuga það að koma með Den Royale Soveklub hingað yfir. Þá tók ég mig til, því eins og þið vitið þá á ég mér takmarkað líf, og endurbætti og efldi Svefnfélagið okkar kæra.Eins gott að þig, kæru Svefnfélagsmeðlimir, hafið ekki gleymt skildum ykkar og hafið sofið nægilega.Annars er illu að mæta.En ef við skellum okkur yfir í annað ...Ég er samkvæmt Morgunblaðinu kát Kvennaskólastúlka og einnig eru Kristjana og Eva kátar. Það var yfirskriftin á mynd einni sem birtist af okkur stúlkunum í sunnudagsmogganum.Ef þið lítið á mig á myndinni þá er ég akkúrat að segja: "Ehh, stelpur. Það er einhver krípý náungi að taka myndir af okkur.."Búast má við einkaviðtali við okkur í DV á næstunni.Auk þess að vera kát Kvennaskólastúlka er ég líka Menningarleg Reykjavíkurmær því ég skellti mér í leikhús að sjá einhverja TúskildingsÓPERU. Já óperu.Kom svo í ljós að þetta var einhver klámópera sem endaði með risavöxnu gylltu typpi ...Stundið Den Royale Soveklub samviskusamlega, þið sjáið ekki eftir því. Það kemur linkur innan skamms.Sofum saman!Tinna - Leti er lífstílltisa at 19:41
3 comments